Föstudagspistill Fiskalands 9. apríl
Sæl verið þið.
Við erum komin aftur í rútínu eftir gott páskafrí. Við höldum áfram að taka á móti börnunum í hurðinni og foreldrar eiga ekki að koma inn í fataklefann.
Í þessari viku byrjaði umhverfisþema og mun það standa yfir út næstu viku. Við höfum verið að fjalla um eldgosið sem er á allra vörum, tala um vatn og að allar plöntur og dýr þurfa vatn. Við höfum líka skoðað hringrás vatns og hvert vatnið fór sem var í stóra pollinum eða af hverju blautu sokkarnir urðu þurrir á ofninum. Í næstu viku munum við svo fara í fjöruferð og ræða um endurvinnslu og fleira.
Foreldraverkefni sem hafa verið í fataklefanum eru eins og stendur ekki hægt að gera. Við verðum því í staðinn með æfingu vikunnar en hugmyndin er að börnin kenni og foreldrum eina létta æfingu sem hægt er að gera saman.
Í næstu viku verður það jafnfætis sikk sakk hopp yfir band eða þess vegna línu í parketinu.
Bestu kveðjur og góða helgi.
Dóri, Melinda og Þórir
-
Föstudagspistill Fuglalands 9. apríl
Kæru foreldrar og forráðamenn.
Fyrsta vika eftir páskafrí hefur þotið áfram við leik og störf. Það var greinilegt að allir komu úthvíldir og vel stemmdir til leiks. Vikan hófst á nýju þema sem við köllum „umhverfisþema“ og er það á öllum deildum. Efnistökin verða mismunandi á milli deilda en á Fuglalandi hefur eldgosið sem nú gýs á Reykjanesinu verið okkur hugleikið. Í hópastarfi á miðvikudaginn hófu börnin í Lundahóp að gera risastóran snúð úr öllum leirnum sem svo fljótlega breyttist í myndarlegan eldgíg. Nokkrir drengir gerðu einnig hin flottustu eldfjöll úr leirsandi. Við höfðum ráðgert að tína upp rusl í vikunni en þá fór að snjóa og því mun ruslatínslan bíða betri tíma. Í hópnum hefur myndast mikill áhugi á að gera allskonar hljóðfæri úr einingakubbunum og síðan halda þau tónleika fyrir hvort annað og okkur starfsfólkið, mjög skemmtilegt. Draumur hjá mjög mörgum uppfylltist síðan á föstudaginn þega dótadagur varð fyrir valinu í kosningu um öðruvísidag.
Stafur vikunnar var Þþ og hreyfing vikunnar er sikk sakk hopp yfir band.
Góða helgi.
Föstudagspistill Fuglalands 26. mars
Kæru foreldrar og forráðamenn.
Nú fer að líða að páskum og af því tilefni erum við byrjuð að föndra. Við höfum verið að mála, búa til litla páskaunga og svo breyttum við snjókallinum okkar góða í páskaunga en hann kominn á sinn stað í stiganum. Í leikur að læra lögðum við inn stafinn B og hreyfing vikunnar er froskahopp. Við höfum verið að ræða fjölbreytileikann í Blæ stundum og rætt það hvernig við höfum öll okkar sérkenni. Svo höfum við farið yfir hvaða áhrif orð geta haft á náungann. Sum orð stinga eins og kaktus á meðan önnur láta manni líða vel eins og fallegt blóm. Framundan eru rólegir tímar í kringum páskana og við munum líklega nýta tímann í að klára föndrið okkar.
Góða helgi.
- Starfsfólk Fuglalands
Föstudagspistill Putalands 26. mars
Putaland – vikan 22. – 26. mars
Kæru foreldrar og forráðamenn / Dear parents and legal guardians
Í hópastarfi á þriðjudag gerðum við páskaunga úr pappadiskum, þvottaklemmum og fjöðrum.
Á miðvikudag var Leikur að læra þar sem við vorum að læra þekkja formin og fórum í gegnum þrautabraut.
Á föstudaginn var flæði á milli Putalands og Fiskalands um morguninn og við vorum með söngstund saman. Þá kláruðum við einnig að gera páskaungana í hópastarfi eftir hádegið.
Að lokum viljum við óska ykkur gleðilegra páska þar sem það mun ekki vera pistill fyrir næstu viku.
In group activity on Tuesday we made easter chicks from paper plates, clothes pegs and feathers
On Wednesday was Leikur að læra where we were learning the shapes and then went through an obstacle course.
On Friday was flow between Putaland and Fiskaland in the morning and we had singing time together. Then we also finished making the easter chicks in group activity.
Finally we want to wish you a happy Easter since there will be no letter from Putaland next week.
Takk fyrir vikuna og góða helgi / Thank you for the week and have a great weekend Natallia, Adda, Fjóla, Thelma, Lára, Elísabet og Sif