Leikskólinn Hagaborg

Menu
  • Forsíða
  • Leikskólinn
    • Fréttasafn
    • Hagnýtar upplýsingar
    • Stefna og starfsáætlun
    • Leikskólastarf
    • Þróunarverkefni og nám
    • Dagatal
    • Starfsfólk
    • Deildir
      • Álfaland
      • Krílaland
      • Putaland
      • Fiskaland
      • Fuglaland
      • Sérkennsludeild
    • Eldhús
    • Leikskólinn Hagaborg
    • Hagaborgarvísur
  • Foreldrar
    • Foreldrafélag
    • Foreldraráð
    • Foreldrasamstarf
  • Myndir

Leikskólinn Hagaborg

Fornhagi 8, 107 Reykjavík
411-3670
  • Forsíða
  • Leikskólinn
    • Fréttasafn
    • Hagnýtar upplýsingar
    • Stefna og starfsáætlun
    • Leikskólastarf
    • Þróunarverkefni og nám
    • Dagatal
    • Starfsfólk
    • Deildir
      • Álfaland
      • Krílaland
      • Putaland
      • Fiskaland
      • Fuglaland
      • Sérkennsludeild
    • Eldhús
    • Leikskólinn Hagaborg
    • Hagaborgarvísur
  • Foreldrar
    • Foreldrafélag
    • Foreldraráð
    • Foreldrasamstarf
  • Myndir
  • Banner
    Álfaland Krílaland Putaland
    Fiskaland Fuglaland Matseðill Myndasafn

Föstudagspistill Fuglalands 22. janúar

Kæru foreldrar og forráðamenn,
Þessi vika sem nú er að enda hefur verið sérstaklega köld en við höfum ekki látið það á okkur fá og höfum bara klætt okkur vel og haldið okkar striki. Í Leikur að læra þessa viku fórum við í mjög skemmtilega þrautabraut með Þóru auk þess sem stafurinn F f var lagður inn. Við erum á kafi í vatnsþemanu okkar þessa dagana í hópastarfinu. Lundar og Lóur notuðu tímann í að mála með vatnslitum á meðan Kríur bjuggu til pappírsbáta og gerðu tilraunir með þá í vatni. Við erum að syngja allskonar lög um vatn þessa dagana auk þess að æfa þorralögin fyrir þorrablótið okkar í næstu viku. Við óskum ykkur góðrar helgar og þökkum fyrir ánægjulega viku að vanda

Dear parents and guardians,
This week has been exceptionally cold but we have just dressed warm and enjoyed the weather. We had a fun time tackling an obstacle course with Þóra in this week‘s Play to Learn More session, alongside learning about the letter F f. We are up to our knees with our watertheme this week. Lóuhópur and Lundahópur did some watercolour art while Kríuhópur made paperboats and tested them on water. These days we are singing songs about all kinds of water and songs connected to the old month of Þorri that we will sing at our þorri celebration, Þorrablót, next week. We wish you a great weekend and thank you all for an enjoyable week as usual.

- The teachers of Fuglaland

Lesa >>


Föstudagspistill Krílalands 22. janúar

Þessi vika flaug áfram hjá okkur hér á Krílalandi. Það er svo gaman að sjá hvað þau eru alltaf að verða betri og betri í samleik. Leikirnir er fjölbreyttir og flestir duglegir að láta leikinn flæða, þ.e. að finna upp á nýju þegar allt virðist stopp í leiknum. Í útiverunni hafa nokkrir verið í eltingaleikjum með tilheyrandi látum og fjöri. Þá vill stundum kastast í kekki þegar ákafinn verður of mikill. Við ræðum málin við þau og grípum inn í til að breyta slíkum leikjum.

Leikur að læra: Við héldum áfram með lotu 4 í vikunni og æfðum meðal annars hljóð stafa og litaheiti. Þá vorum við með nöfn þeirra á renningi og þau voru ótrúlega dugleg að þekkja nafnið sitt sjálf. Við æfðum okkur að ganga á tánum, á jörkunum og fara í kollhnís.

Blær: Ísold kom með myndaplakat þar sem barn var að bíta annað barn. Miklar umræður spunnust útfrá því. Börnin æfðu einnig að nudda sig sjálf með bolta.

Hópastarf:  Í vikunni æfðum við fjölda, að telja og telja. Markmiðið er að þau læri tölustaf og fjöldann á bak við hann. Höfum mest verið að æfa upp í fimm eins og er.

This week flew by us here in Krílaland. It is so nice to see how they are always getting better and better in interplay. Their games are diverse and most of them is good in getting a flow in the game, that is find something new when the games seems stopped or finished. In our outdoor play we have noticed that some of the children are in rather lively games (chasing each other). When the fun get to much to handle then someone ends up crying. We do talk with them about it and try to go early in the game to change it.

Play to learn more: We did continue with session 4 this week and among other things we practied the sound of the letters and name of colors. We also had their names printed on pice of paper and they were really good in recognicing their own name. We also practiced to walk on our toes, instep walking, and do a somersault.

Blær: Ísold came with a picture of a child biting another child. We had a lot dicussion about that. They also did massage themself with a ball.

Group work: We have been counting a lot this week. We are trying to get them to recognice a number and how many are behind the number. We have been counting up to five.

Have a nice weekend,

Erna, Sóla, Stefí, Kolli og Thelma

Lesa >>


Föstudagspistill Putalands 22. janúar

Putaland – vikan 18. – 22. janúar

Kæru foreldrar og forráðamenn / Dear parents and legal guardians

Við byrjuðum vikuna á Vináttuverkefninu Blær með Ísoldi. Við töluðum um það að segja stopp þegar einhver er að gera eitthvað sem okkur finnst ekki gott eða eitthvað sem við viljum ekki. Við hlustuðum á lagið „Ég segi stopp” og dönsuðum með. Við enduðum Blæ stundina á boltanuddi þar sem börnin skiptast á að nudda hvort annað með bolta.

Á þriðjudag og fimmtudag í hópastarfi teiknuðum við hendurnar okkar á blað, pensluðum lími yfir það sem við teiknuðum og enduðum á að setja sand yfir límið.

Á miðvikudaginn var Leikur að læra byrjuðum við á því að finna nafnið okkar, segja stafinn okkar, finna hann á stafamottunni og setja nafnið þar, við klöppuðum síðan atkvæðin í nafninu okkar og enduðum á því að fara í gegnum þrautabraut.

Í vikunni byrjuðum við á því að leyfa því barni sem er veðurfræðingur þann daginn að hjálpa kennaranum að leggja á borð í hádeginu. Þetta hefur gengið mjög vel og krökkunum finnst þetta mjög spennandi og skemmtilegt.

Á föstudaginn var flæði á milli Putalands og Fiskalands og léku deildirnar sér saman

We started the week with Blær with Ísold. We talked about saying stop when somebody is doing something we don‘t like or want to do. We listened to the song „Ég segi stopp” and danced along. We ended by giving each other ball massages to each other.

In group activity on Tuesday and Thursday we drew our hands on a paper, put glue over the lines we drew and finally put sand over the glue.

On Wednesday was Leikur að læra where we first found our name, said the first letter in our name, found the letter on the alphabet matt and put our name there, we clapped the syllables in our names and ended by going through an obstacle course.

This week we started allowing the child who is the weather reporter that day to help the teacher set very fun and exciting. the table for lunch time. This has been very successful, and the children think it’s exciting and fun.

On Friday we opened between Putaland and Fiskaland and the sections played together.

Takk fyrir vikuna / Thanks for the week

Natallia, Adda, Fjóla og Lára

Lesa >>


Föstudagspistill Fiskalands 15. janúar

Sæl verið þið. Nýtt ár hefur byrjað vel hjá okkur það eru nokkrar breytingar á deildinni eins og oft vill verða um áramót. Tveir nemendur eru nú búnir að flytja sig upp á Fuglaland, en fækkun hefur orðið á barnahópnum uppi. Við búumst svo við nýjum börnum fljótlega, læt ykkur vita af því þegar það er komið á hreint.

Einnig hefur skipulagið á deildinni breyst vegna styttingu vinnuvikunnar, til dæmis í síðdegishressingunni. Nú borða börnin saman með Putalandi á einu borði á Fiskalandi. Við erum sem betur fer ekki að borða öll í einu heldur byrja 8 krakkar og þegar hver og einn er búinn að borða þá sækir hann annað barn. Þannig rúllar þetta núna koll af kolli þangað til allir hafa klárað að fá sér hressingu. Þetta hefur gengið vonum framar og munum við halda þessu áfram. Ég tek það fram að þetta á bara við um síðdegishressinguna ekki hádegismatinn.

Dísa tónlistarkennari byrjaði svo í seinustu viku með námskeið en hún tekur fyrir tónlistarkennslu í litlum hópum (fjögur til fimm börn í einu). Hver hópur fer einusinni í viku næstu fimm vikurnar. Einnig erum við í því að endurskipuleggja dagskipulagið hjá okkur. Ég mun því senda ykkur nýtt plan á næstu dögum.

Bestu kveðjur, Dóri, Melinda og Þórir

Lesa >>


Föstudagspistill Putalands 15. janúar

Kæru foreldrar og forráðamenn / Dear parents and legal guardians

Á mánudaginn var Blær stund með Ísold. Við byrjuðum á því að tala um hvað er að hjálpa og hvernig við hjálpum hvort öðru, t.d. hvernig hjálpum við mömmu og pabba heima og kennurunum í leikskólanum. Næst fórum við í stuttan leik þar sem drógum dýr úr húfu hjá kennaranum, við sögðum hvaða dýr við drógum og hvernig það var á litinn, síðan áttum við að leiða þann sem var með dýr í sama lit og við. Þá var líka Uglugoggs Blær þar sem við völdum tölu tvisvar og kennarinn sagði okkur hvað stóð inn í, t.d. gefa fimmu, heilsast og pota í bumbu, og við gerðum það síðan með alla. Að lokum var hamborgaranudd þar sem krakkarnir skiptust á að nudda hvort annað. Í hópastarfi á þriðjudag og fimmtudag skreyttum við ramma í kringum sjálfsmyndina sem við gerðum í síðustu viku. Á miðvikudaginn var Leikur að læra. Við byrjuðum á því að fara í gegnum þrautabraut þar sem við áttum fyrst að hoppa saman með fætur yfir skífurnar, skríða í gegnum hindrun, ganga eftir jafnvægisslánni og að lokum áttum við að finna nafnið okkar undir keilunum og velja hús til að setjast í. Þegar allir voru búnir að fara í gegnum þrautabrautina stóð hvert barn upp og klappaði atkvæðin í nafninu sínu. Að lokum viljum við láta ykkur vita af starfsmannabreytingu sem orðið hefur á Putalandi. Nú er það hún Lára sem kemur eftir hádegi og er með okkur til lokunnar í stað Elísabetar sem var með okkur fyrir áramót.

On Monday was Blær activity with Ísold. First we talked about what it is to help and how we help each other, for example how do we help mom and dad at home and the teacher in the kindergarten. Next, we played a short game where we drew animals from the teachers hat, we said which animal we got and what colour it was, then the children with the same coloured animals held hands. We also played with a Blær fortune teller where we chose a number twice and the teacher told us which activity we should do, for example give each other high five or shaking hands, and then we did that with everybody. We ended the activity with a hamburger massage where the children took turns massaging each other. In group activity on Tuesday and Thursday we decorated a frame around the self-portrait we made last week. On Wednesday was Leikur að læra. First we went through an obstacle course where we first jumped with both feet together over the circles, crawled through an obstacle, walked on the balance bar and at the end we found our name under the cones and choose a house to sit in. When everybody had finished going through the obstacle course each child stood up and clapped the syllables in their name. Lastly, there has been a staff change in Putaland. Now Lára will arrive in the afternoon and be with us until we close, instead of Elísabet who was with us before the new year.

Takk fyrir vikuna,

Natallia, Adda, Fjóla og Lára

Lesa >>

Skoða fréttasafnið

Matseðill dagsins

Sunnudagur 24.01.21
  • Enginn matseðill er skráður í dag
Skoða matseðilinn

Kynningarmyndband

Á döfinni

Skoða dagatal
vinatta

Foreldravefur

barnasattmali

Leikur að læra

Bear with subtitle small

Stefna og starfsáætlun

  • Leikskóladagatal
  • Starfsáætlun
  • Námskrá
  • Mannréttindastefna
  • Mat á leikskólastarfi
  • Fjölmenningarstefna
  • Viðbrögð við einelti
  • Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar
  • Forvarnarstefna Reykjavíkurborgar
  • Læsistefna leikskóla
  • Starfsmannastefna Reykjavíkur

Áætlanir og handbækur

  • Aðlögun í Hagaborg
  • Virðing í vesturbæ
  • Aðgerðaáætlun Hagaborgar
  • Skýrsla um þróunarverkefnið 'Leikur að læra'
  • Skipurit Furuskógar
  • Verkferill sérkennslu
  • Starfsaðferðir vegna gruns um einelti areitni eða ofbeldi
  • Stefna gegn einelti
  • Fjölmenningarstefna
  • Öryggishandbók
  • Handbók um foreldrasamstarf

Stoðtenglar

  • Skóla- og frístundasvið
  • Meðferð persónuupplýsinga hjá skóla- og frístundasviði
  • Rafræn Reykjavík
  • List og menning í leikskólastarfi
  • Fjölmenning í leikskólum
  • Röskun á starfi vegna óveðurs
  • Disruption of school operations
  • Mannréttindastefna Reykjavíkur
  • Foreldravefur Reykjavíkurborgar
  • Umhverfis- og auðlindastefna
  • Ráðleggingar um mataræði og næringarefni
  • Umhverfisstefna Reykjavíkur

Leikskólinn Hagaborg

Fornhagi 8, 107 Reykjavík
411-3670
hagaborg@rvkskolar.is
Sendu okkur póst
Innskráning